Námskeið.

Taekwondo

Tröllin eru 3 ára og mæta til að byrja með með foreldrum en eru svo ein og óstudd um leið og þau geta. Við tökum fyrir æfingar sem styrkja skilning á aðstæðum, líkamsvitund, tröllslega skemmtilega leiki og svo auðvitað grunnatriðin í Taekwondo. Hámarksfjöldi í hóp er 16 og 2 kennarar

Risarnir eru 4-5 ára og eru stórir og sterkir. Þess vegna mæta þeir einir í tíma og eru að gera sömu æfingar og Tröllin. Styrkjandi æfingar, hreyfiflæði og flóknari Taekwondo tækni er líka tekin fyrir, sérstaklega hjá þeim Risum sem stefna á að komast í Nareban flokkana. Hámarksfjöldi í hóp er 16 og 2 kennarar.

Drekarnir eru 8-14 ára og fá sitt pláss og sitt svæði eins og alvöru drekar. Þessir hópar eru sérstaklega fyrir krakka á einhverfurófi og við vinnum með líkamsvitund, samskipti, skynjun og svo auðvitað Taekwondo tækni. Hámarksfjöldi er 10 í hóp og 2-3 kennarar.

Sterkari Börn eru 6-14 ára og æfa sjálfsvörn, styrkingu líkama, félagsþroska og -skilnings.  Þessir hópar eru sérstaklega fyrir börn sem hafa lent í einelti í einhverju formi.  Kennt er í 6 vikna námskeiðum eða heilli önn.

Górillurnar eru 8-14 ára og æfa undirstöðuatriði Brasilísks Jiu Jitsu og almenna sjálfsvörn. Öllum 8-14 ára nemendum Mudo Gym stendur til boða að bæta þessum tímum við töfluna hjá sér, þeim að kostnaðarlausu.

Nareban flokkarnir eru fyrir 6-14 ára krakka og þar er skipt eftir aldri, beltum og reynslu. Við tökum alla helstu þætti Taekwondo fyrir, bardaga, form, brot, grunntækni og allt þar á milli. Æfingarnar verða meira krefjandi eftir því sem beltin verða dekkri og þeir allra hörðustu geta stefnt á að komast í Einherjar Youngblood keppnishópinn. Hámarksfjöldi er 28 í hóp og 2 kennarar

Fullorðnir eru 14 ára og eldri og æfa grunnatriði Taekwondo, styrktar- og liðleikaæfingar sem og almenna sjálfsvörn.

Einherjar keppnislið er hópur fólks sem æfir daglega og er í miklum og stöðugum samskiptum við æfingafélaga erlendis. Þessi hópur einbeitir sér að keppni í bardaga og æfir samkvæmt því. Lágmarksbelti er blátt og til að vera með þarf að fá boð frá þjálfara. Hámarksfjöldi er 28 og kennarar eru 1 hérlendis og 5-6 erlendis.

Taekwondo Akademían eru æfingar fyrir undirbúning Dan prófs, kennaraþjálfun. Danpróf með öllu innifalið, allar æfingabúðir og fatnaður fylgir. Skylda fyrir 1. dan og upp. skráning

Önnur námskeið

Iðkendum standa til boða eftirfarandi námskeið, athugið takmarkað pláss í tíma og skráning nauðsynleg í marga þeirra

EGU – Ekki gefast upp er líkamstrækt fyrir ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan, svo sem þunglyndi, félagsfælni og kvíða. upplýsingar og skráning

Örnámskeið haldin eru stutt námskeið eða 6 vikna kynningarnámskeið fyrir alla aldurhópa.

Einkatímar
Sigursteinn Snorrason: Taekwondo 7. dan, PowerFlex og hefðbundin einkaþjálfun
Gunnar Snorri Svanþórsson: Taekwondo 2. dan

Ingibjörg Erla Árnadóttir: Taekwondo 1. geup